Vinnustofa um kynferðislegt ofbeldi og áreitni

Íþróttabandalag Reykjavíkur stendur fyrir vinnustofu um kynferðislegt ofbeldi og kynferðislega áreitni í íþróttum fimmtudaginn 19. september. Norski sérfræðingurinn, Håvard Øvregård, kemur til landsins og fjallar um mikilvægi reglna og verkferla í tengslum við ofbeldi og áreitni í íþróttum. Lögreglan og Barnavernd kynna hvernig þau geta aðstoðað íþróttahreyfinguna í þessum málaflokki, og ÍTR fer yfir mikilvægi þess að hafa skýra ráðningarsamninga og hvaða bakgrunnsupplýsingar er nauðsynlegt að hafa.

Vinnustofan verður í sal 1 í Laugardalshöll, gengið inn um inngang A, frá kl. 14:00 – 16:10.

Aðgangur er ókeypis og opinn öllum áhugasömum en nauðsynlegt að skrá sig með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Mikilvægt er að sem flest íþróttafélög sendi fulltrúa á vinnustofuna.

IBR19 vinnustofa september