Reykjavíkurmaraþon framundan

Hópur af fólki hlaupandi í rauðum bolum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

Hópur af fólki hlaupandi í rauðum bolum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 20.ágúst næstkomandi. Hægt er að velja um að hlaupa sex mismunandi vegalengdir; maraþon, hálft maraþon, boðhlaup, 10 km, 3 km skemmtiskokk og Krakkamaraþon.

Frá árinu 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur. Auk starfsmanna Íþróttabandalagsins koma um 600 sjálfboðaliðar að framkvæmd Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, flestir þeirra eru úr íþróttafélögunum í Reykjavík.

Forskráning í hlaupið er í fullum gangi á vef hlaupsins marathon.is og verður hún opin til kl.13 fimmtudaginn 18.ágúst. Einnig verður hægt að skrá sig á skráningarhátíð hlaupsins í Laugardalshöll en það er ódýrara að forskrá sig. 

Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka geta eins og fyrri ár hlaupið til góðs með því að safna áheitum fyrir ýmis góðgerðarfélög. Áheitasöfnun hlaupsins fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is. Þar eru um 3500 hlauparar að safna áheitum fyrir 169 mismunandi góðgerðafélög. 

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) eru heildarsamtök íþróttafélaganna í Reykjavík og voru stofnuð 31. ágúst 1944. ÍBR gætir hagsmuna íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík gagnvart opinberum aðilum og vinnur að eflingu og skipulagningu á íþróttastarfsemi í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum