Lið Reykjavíkur valið

7. maí 2018

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna 2018 fer fram í Kaupmannahöfn 27.maí til 1.júní. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár og verður því haldið uppá 70 ára afmæli þess í ár. Keppt er í handknattleik stúlkna, knattspyrnu drengja og frjálsíþróttum beggja kynja.

Á dögunum var valið í úrvalslið Reykjavíkur sem keppir fyrir hönd borgarinnar á mótinu. Í liðinu eru 41 keppandi, fjórir þjálfarar og tveir fararstjórar. Keppendur í úrvalsliði Reykjavíkur eru 15 leikmenn í knattspyrnu drengja , 10 leikmenn í handknattleik stúlkna, 8 drengir og 8 stúlkur í frjálsíþróttum. Smellið hér til að skoða lista yfir lið Reykjavíkur og hér til að skoða dagskrá reykvíska hópsins.

Mánudaginn 14.maí kl.18:00 hittist hópurinn í íþróttasal Rimaskóla til að þjappa sér saman fyrir ferðina til Kaupmannahafnar. Miðvikudaginn 16.maí kl.17:30 í E-sal í húsakynnum ÍSÍ á Engjavegi 6 verður svo fundur með foreldrum og forráðamönnum barnanna þar sem farið verður yfir skipulag ferðarinnar. Hópurinn flýgur til Kaupmannahafnar snemma á sunnudagsmorguninn 27.maí og kemur heim aftur seinni part dags föstudaginn 1.júní.

Fréttir af gengi reykvísku krakkanna verða birtar hér á ibr.is og á Facebook.

NCSG merki fyrir grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna