AVIS styður íþróttaviðburði í Reykjavík

28. nóvember 2019

Íþróttabandalag Reykjavíkur og bílaleigan AVIS hafa verið í góðu samstarfi síðan 2014. Á dögunum var skrifað undir samning um áframhaldandi samstarf til þriggja ára. Um er að ræða samstarf í tengslum við íþróttaviðburði sem Íþróttabandalagið stendur að ár hvert en þeir stærstu eru Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og Reykjavíkurleikarnir.

Samstarfið er meðal annars fólgið í því að AVIS tryggir Íþróttabandalaginu bíla til nota í tengslum við viðburði sína. Meira en tuttugu þúsund manns taka þátt í viðburðum á vegum Íþróttabandalagsins ár hvert, þar af rúmlega 5000 erlendir gestir.

Arnþór Jónsson, sölustjóri AVIS: "Það er okkur sönn ánægja að halda áfram þessu farsæla samstarfi með ÍBR. AVIS hefur í gegnum tíðina verið öflugur bakhjarl í íþróttastarfi og við teljum að samstarfið við ÍBR falli vel í markmið okkar að efla og styrkja heilsueflingarstarf. Það var því sérstök ánægja að framlengja í þessu góða samstarfi þar sem AVIS verður áberandi á viðburðum hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur."

Kjartan Freyr Ásmundsson, markaðs- og þróunarstjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur: “Samningurinn er gífurlega mikilvægur fyrir Íþróttabandalagið enda umsvifin í kringum viðburðina okkar mikil. Það kemur sér vel að AVIS er með bíla í öllum stærðum sem henta vel í allt frá stuttum sendiferðum til flutninga á stórum hlutum eins og grindum, marki og tímatökutækjum.”

Á meðfylgjandi mynd eru þeir Arnþór (til vinstri) og Kjartan (til hægri) að handsala samninginn.

Arnþór Jónsson og Kjartan Freyr Ásmundsson að handsala samninginn.

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna