Lausir almenningstímar

Upplýsingar um lausa tíma í skólaíþróttahúsum Reykjavíkur sem leigðir eru til almennings má finna hér fyrir neðan.

Hægt er að sækja um tíma með því að senda eftirfarandi upplýsingar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skóli:
Íþróttagrein:
Vikudagur og tími:
Nafn gjaldkera:
Kennitala:
Heimilisfang:
Farsímanúmer:
Netfang: 

Gjaldkeri hóps er skráður leigutaki og er hann ábyrgðarmaður hópsins gagnvart ÍBR. Hann innheimtir hjá sínu liði og sér um að greiða salarleigu samkvæmt innheimtuseðli frá ÍBR, í einu lagi. Innheimt er tvisvar sinnum á vetri. Greitt er fyrir september-desember og janúar-apríl. Innheimtuseðlar eru sendir út í gegnum banka. Einnig er hægt að greiða með Visa- eða Masterkorti með jöfnum greiðslum eða eingreiðslu.

Yfirlit yfir hús til leigu og lausa tíma

Stór hús
Stærstu húsin eru 33x18 metrar að flatarmáli og henta vel fyrir knattspyrnu. Það eru íþróttasalir Álftamýrarskóla, Breiðholtsskóla, Fellaskóla, Hagaskóla, Ingunnarskóla, Réttarholtsskóla, Rimaskóli og Sæmundarskóla.

Verð per mínútu er 132 kr. (119 kr. eftir kl. 22)

Álftamýrarskóli, stærð 33x18
Álftamýri 79, 108 Rvk.

Ekkert laust

Breiðholtsskóli, stærð 33x18
Arnarbakka 1-3, 109 Rvk.

Ekkert laust

Fellaskóli, stærð 33x18
Norðurfelli 17-19, 109 Rvk.

Ekkert laust

Ingunnarskóli, stærð 33x18
Maríubaug 1-3, 113 Rvk.

Ekkert laust

Íþróttahús HÍ, stærð 33x18
v/Háteigsveg, 105 Rvk.

Ekkert laust

Norðlingaskóli, stærð 33x18
v/Árvaði 3, 110 Rvk.

Ekkert laust

Réttarholtsskóli, stærð 33x18
v/Réttarholtsveg, 108 Rvk.

Ekkert laust

Sæmundarskóli, stærð 33x18
Gvendargeisla 168, 113 Rvk.

Ekkert laust

Meðalstór hús

Hús af miðlungsstærð eru 27x14 metrar að flatarmáli og eru nýtt fyrir körfubolta, vana blakhópa og minni knattspyrnuhópa. Af þessari stærð eru Hlíðaskóli og Árbæjarskóli.

Verð per mínútu er 117 kr. (105 kr. eftir kl. 22).

Hlíðaskóli, stærð 27x14
Hamrahlíð 2,105 Rvk.

Ekkert laust

Árbæjarskóli, stærð 27x14
Rofabæ 34, 110 Rvk.

Ekkert laust

Lítil hús
Minnstu húsin eru frá 18x9 metrar, eldri byggingar, upp í 20x10 metrar að flatarmáli þær nýrri og henta fyrir t.d. körfubolta, blak eða leikfimi. Þetta eru Austurbæjarskóli, Ártúnsskóli, Hamraskóli, Laugarnesskóli, Selásskóli.

Verð per mínútu er 93 kr. (80 kr. eftir kl. 22).

Austurbæjarskóli, stærð 18x9
v/Vitastíg, 101 Rvk.

Fimmtudagur kl: 20:30  -21:30

Ártúnsskóli, stærð 22x13
v/Árkvörn 6, 110 Rvk.

Fimmtudagur kl: 19:00-20:00

Laugarnesskóli, stærð 20x10
Kirkjuteig 24, 105 Rvk.

Ekkert laust

Selásskóli, stærð 22x13
v/Selásbraut, 110 Rvk.

Ekkert laust

 

Félagahús
Íþróttafélögin í Reykjavík sem reka sín eigin hús leigja mörg hver út tíma fyrir almenning. Nánari upplýsingar má finna hjá hverju félagi fyrir sig en lista yfir þau er að finna hér á síðunni.


Bókun á tímum fer fram hjá Steini Halldórssyni í síma 535 3707 eða á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Um bókun tíma gildir reglan fyrstir koma, fyrstir fá.