Fréttir

Reykjavíkurleikar 24.janúar til 3.febrúar

Reykjavíkurleikarnir eru árleg íþróttahátíð sem fer fram í 12.sinn dagana 24.janúar til 3.febrúar næstkomandi. Keppt verður í 18 íþróttagreinum þar sem reiknað er með þátttöku á sjöunda hundrað erlendra gesta ásamt flestu af besta íþróttafólki okkar Íslendinga. Keppnin fer að mestu fram í Laugardalnum og nágrenni hans en einnig í Egilshöll, á Skólavörðustíg og víðar.

Íþróttagreinarnar sem keppt er í á leikunum eru mjög fjölbreyttar og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Íþróttagreinarnar eru áhaldafimleikar, badminton, borðtennis, dans, frjálsíþróttir, hjólreiðar, júdó, karate, keila, kraftlyftingar, listskautar, ólympískar lyftingar, rafíþróttir, skotfimi, skylmingar, skvass, sund og taekwondo.

Keppnisdagskráin skiptist niður á tvær helgar og verða glæsilegar lokahátíðir í Laugardalshöllinni báða sunnudagana. Einnig er ráðstefna og málstofur um íþróttir og ofbeldi hluti af dagskránni. Miðasala er hafin á alla viðburði á tix.is en dagskrá má finna á rig.is.

RIG19 allar ithrottir fb event

Skoða nánar

Lið Reykjavíkur keppir í Lake Placid

Alþjóðaleikar ungmenna (International Childrens Games) fara fram í Lake Placid í New York fylki dagana 7.-10. janúar 2019 og tekur hópur frá Reykjavík þátt. 

Vetrarleikarnir í Lake Placid eru áttundu vetrarleikarnir í röðinni en á hverju sumri frá árnu 1968 hafa verið haldnir sumaríþróttaleikar International Childrens Games. Sumarleikarnir voru haldnir í Reykjavík árið 2007 og Reykjavik hefur tekið þátt í leikunum síðan 2001. Þetta er í þriðja sinn sem Reykjavík og ÍBR senda keppendur á vetrarleikana en síðast var farið til Innsbruck í Austurríki árið 2016.

Á þessum leikum keppa ungmenni í ýmsumíþróttagreinum fyrir hönd sinnar heimaborgar. International Children's Games er vettvangur fyrir börn á aldrinum 12-15 ára til að kynnast íþrótt sinni betur við nýjar og krefjandi aðstæður og umhverfi í anda Ólympíuleika en leikarnir eru viðurkenndir af Alþjóða Ólympíunefndinni.

Reykvíski hópurinn hélt utan í morgun en í honum eru sex keppendur í alpagreinum, þrír á gönguskíðum og þrír í listhlaupi á skautum auk þjálfara og fararstjóra. Meðfylgjandi mynd var tekin í Leifsstöð í morgun.

Nánari upplýsingar um leikana má finna á vefnum https://www.lakeplacid2019.com/

 

team rvk icg2019 

 

 

Skoða nánar

Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?

radstefna

Ráðstefna um íþróttir og ofbeldi verður haldin í Háskólanum í Reykjavík 30. janúar. Þekktir íslenskir og erlendir fyrirlesarar munu deila reynslu sinni, fræðum og frásögnum. Ráðstefnan er hluti af Reykjavíkurleikum (RIG) og er ætluð öllum þeim sem koma að íþrótta- og æskulýðshreyfingunni, forvarnarmálum, skólasamfélaginu og öðrum sem áhuga hafa á málefninu. Vinnustofur verða 31. janúar.

Nánari upplýsingar og dagskrá er hægt að finna á rig.is og facebook.

Að ráðstefnunni standa: Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Háskólinn í Reykjavík og RIG - Reykjavik International Games.

radstefna logo

Skoða nánar

Ferðasjóður íþróttafélaga 2018

Íþróttafélög eru hvött til að sækja um í Ferðasjóð íþróttafélaga hjá ÍSÍ. Frestur til að skila inn umsóknum er til miðnættis 9. janúar 2019. Ekki verður hægt að taka við umsóknum eftir þann tíma. Umsóknir eru sendar í gegnum rafrænt umsóknarsvæði sjóðsins sem má finna með því að smella hér.

Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrki í sjóðinn vegna keppnisferða innanlands á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót ársins 2018. Til úthlutunar eru 127 milljónir króna. Styrkir úr sjóðnum verða greiddir út í febrúar.

Við stofnun umsóknar er send vefslóð á uppgefið netfang tengiliðar, sem nýtist sem lykill inn á viðkomandi umsókn þar til umsókn er send. Umsækjendur eru hvattir til að vanda frágang umsókna til að auðvelda og einfalda úrvinnslu þeirra. Listi yfir styrkhæf mót opnast í kerfinu þegar búið er að stofna umsókn.

Ef nánari upplýsinga er þörf, vinsamlegast hafið samband við Höllu Kjartansdóttur skrifstofustjóra ÍSÍ í síma 514 4000 eða í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

isi logo

Skoða nánar

Gleðilega hátíð

Stjórn og starfsfólk Íþróttabandalags Reykjavíkur sendir aðildarfélögum sínum, þátttakendum í íþróttaviðburðum og samstarfsaðilum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.

Takk fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.

IBR jolamynd 2018 minni

Skoða nánar

Íþróttafólk Reykjavíkur 2018

Tilkynnt var um val á Íþróttafólki Reykjavíkur í dag. Í tilefni dagsins bauð borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, til móttöku í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Allt frá árinu 1979 hefur stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur valið Íþróttamann Reykjavíkur og var þetta því í 40.sinn sem hátíðin fór fram. Í ár voru í sjötta sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur auk þess sem að Íþróttalið ársins í Reykjavík var valið.

Íþróttakarl Reykjavíkur 2018 er kraftlyftingamaðurinn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson úr Glímufélaginu Ármanni. Júlían tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu og varð í fjórða sæti samanlagt á HM í nóvember. Hann setti einnig Íslandsmet í réttstöðulyftu og samanlögðu á mótinu. Á EM vann hann til gullverðlauna í réttstöðulyftu. Þá setti hann auk þess Evrópumet í klassískri réttstöðulyftu á árinu.

Íþróttakona Reykjavíkur 2018 er frjálsíþróttakonan Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr Íþróttafélagi Reykjavíkur. Guðbjörg Jóna varð Evrópumeistari unglinga í 100 m hlaupi og sigraði á Ólympíuleikum ungmenna í 200 m hlaupi á árinu og sett nýtt Íslandsmet í greininni á sama móti í þremur unglingaflokkum og fullorðinsflokki. Hún vann einnig til bronsverðlauna á Evrópumeistaramóti unglinga í 200 m hlaupi og setti nýtt Íslandsmet í greininni á sama móti. Hún er í 2.sæti á Evrópulista unglinga og 12.sæti á heimlista unglinga í 200 m hlaupi.

Íþróttalið Reykjavíkur 2018 er lið Fram í handknattleik kvenna sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari á árinu.

ithrottafolk rvk 2018 minni

Frá vinstri: Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Íþróttakona Reykjavíkur 2018, Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram og Íþróttaliðs Reykjavíkur 2018, Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, Íþróttakarl Reykjavíkur 2018 og formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur, Ingvar Sverrisson.

Skoða nánar

Jólafrí í íþróttahúsum

Íþróttabandalag Reykjavíkur leigir tíma í íþróttahúsum grunnskólanna til íþróttafélaga og almenningshópa. Senn líður að jólafríi í þessum húsum og má sjá yfirlit yfir hvenær þau loka fyrir jól og opna aftur eftir áramót hér fyrir neðan.

Íþróttahús Síðasti dagur fyrir jól  Fyrsti dagur á nýju ári
Austurbæjarskóli 13. desember 2. janúar
Árbæjarskóli 13. desember 2. janúar
Ártúnsskóli 13. desember 2. janúar
Fellaskóli 16. desember 2. janúar
Hagaskóli  14. desember 2. janúar
Háaleitisskóli 14. desember 2. janúar
Hlíðarskóli 14. desember 2. janúar
Ingunnarskóli  14. desember 2. janúar
Laugarnesskóli 14. desember 2. janúar
Norðlingaskóli  14. desember 2. janúar
Réttarholtsskóli 14. desember 2. janúar
Rimaskóli 14. desember 2. janúar
Selásskóli 13. desember 2. janúar
Sæmundarskóli 14. desember 2. janúar

jola

Skoða nánar

Tilnefningar um íþróttafólk Reykjavíkur 2018

Íþróttafólk Reykjavíkur er kjörið ár hvert af framkvæmdastjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur og skal stjórn velja karl og konu ásamt íþróttaliði. Aðildarfélög og sérráð ÍBR eru hvött til að skila inn tilnefningum en frestur til þess rennur út mánudaginn 26.nóvember.

Smellið hér til að finna upplýsingar um kjörið á íþróttafólki Reykjavíkur.

 valur

Valur, meistaraflokkur karla í handknattleik, var valið íþróttalið ársins í Reykjavík 2017

Skoða nánar

Íþróttasjóður - umsóknarfrestur til 1.október

Vekjum athygli á því að íþrótta- og ungmennafélög í landinu geta sótt um styrki í Íþróttasjóð. Umsóknum skal skila á rafrænu formi í gegnum umsóknakerfi Rannís fyrir kl.16:00 mánudaginn 1.október 2018.

Styrkir eru veittir til eftirfarandi verkefna:

  • sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana
  • útbreiðslu- og fræðsluverkefna , sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem stuðla að þátttöku barna af erlendum uppruna
  • íþróttarannsókna
  • verkefna samkvæmt 13. gr. Íþróttalaga.

Sjá nánar hér.

 

ithrottasjodur

Skoða nánar

BeActive dagurinn 2018

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) verður haldin 23. – 30. september nk. í yfir 30 Evrópulöndum. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands mun hefja Íþróttaviku Evrópu formlega sunnudaginn 23. september í Laugardalnum þar sem hægt veður að prófa hinar ýmsu íþróttagreinar og hreyfingu. Skylmingar, aquazumba, quigong og tai chi, rathlaup, göngufótbolti, strandblak og fleira skemmtilegt. Sirkus Íslands verður á sveimi milli kl. 12 og 15 og andlitsmálun í boði í Laugardalshöllinni frá kl. 12-14. Þá verður Leikhópurinn Lotta við Þvottalaugarnar kl. 11:30. Sjá nánari upplýsingar hér.

beactive

 

 

Skoða nánar

Lausir tímar í íþróttahúsum

Íþróttabandalag Reykjavíkur sér um að leigja út tíma til almenningshópa í skólaíþróttahúsum Reykjavíkur á veturna. Tímabilið er frá 1.september til 30.apríl.

Nokkrir tímar eru nú lausir til umsóknar. Smellið hér til að skoða hvaða íþróttahús eru til leigu og hvaða tímar eru lausir.

Nánari upplýsingar um útleigu á tímum til almenningshópa veitir Steinn Halldórsson í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 5353707.

 

fotbolti

Skoða nánar

Styrkir - umsóknarfrestur til 15.september

Senn líður að seinni úthlutun ársins úr Verkefnasjóði ÍBR og Afrekssjóði ÍBR. Umsóknarfrestur fyrir báða sjóði er 15.september næstkomandi. Reglugerðir sjóðanna og umsóknareyðublöð má finna hér á ibr.is undir liðnum styrkir.

Verkefnasjóður

Verkefnasjóður ÍBR er sjóður til styrktar útbreiðslu og átaksverkefnum í íþróttastarfi í Reykjavík.  Úthlutun skal sérstaklega taka mið af stefnu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga, stefnu ÍBR og ÍTR og jöfnum möguleika allra til íþróttaiðkunar.

Nánari upplýsingar veitir:
Anna Lilja Sigurðardóttir – This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Afrekssjóður

Markmið sjóðsins er m.a. að styrkja íþróttafólk sem hefur hæfileika og getu til að ná langt í sinni íþróttagrein og þjálfara til þátttöku í námskeiðum. Sjóðurinn mun styrkja verkefni sem tengjast afreksíþróttum svo sem æfingabúðir, námskeið og ferðir á mót erlendis.

Nánari upplýsingar veitir:
Kjartan Freyr Ásmundsson – This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skoða nánar

SJÁ ALLAR FRÉTTIR