Jafnréttismál

Samkvæmt þjónustusamningi íþróttafélaganna við Reykjavíkurborg ber þeim að hafa jafnréttisstefnu og fylgja henni eftir. ÍBR kallar eftir jafnréttisstefnu og framkvæmd hennar frá íþróttafélaginu jafnhliða skilum ársreikninga.

Til að auðvelda félögunum að uppfylla það skilyrði eru hér tvö form af stefnunni sem félögin geta aðlagað að sinni starfsemi:

Jafnréttisstefna (word skjal)
Jafnréttisstefna og aðgerðaráætlun (excel skjal)

Jafnréttisstefnan nær til iðkenda, þjálfara, stjórna, starfsfólks og sjálfboðaliða og gildir í allri starfsemi félagsins.

Innleiðing jafnréttisstefnu er mikilvægt skref í átt að því að ná raunverulegu jafnrétti innan félags til lengri tíma.

Hér á heimasíðu ÍSÍ má einnig finna góðan leiðarvísi um mótun að jafnréttisstefnu.