Nýr hlaupaviðburður

WOW Northern Lights Run er nýr og skemmtilegur hlaupaviðburður á vegum ÍBR fyrir almenning. Hlaupið fer fram laugardagskvöldið 4.febrúar og er hluti af Reykjavíkurleikunum, WOW Reykjavik International Games.

Um er að ræða 5 km skemmtiskokk um miðbæ Reykjavíkur þar sem þátttakendur eru hluti af glæsilegri ljósasýningu. Allir þátttakendur fá meðal annars gleraugu sem lýsa í myrkrinu, litrík eyrnabönd frá Cintamani og fleira skemmtilegt. 

Skráning fer fram á vefnum nordurljosahlaup.is og þar má einnig finna nánari upplýsingar um hlaupið.

nordurljosahlaup