Framtíð knatthúsa

Skýrsla ÍBR frá fundi með knattspyrnufélögunum í borginni frá því fyrr í vetur um framtíð knatthúsa í Reykjavík liggur nú fyrir.  Í skýrslunni kemur fram að óskir félaganna eru þær helstar að byggð verði knatthús með a.m.k. hálfum knattspyrnuvelli á félagssvæðum þeirra allra til framtíðar.  Fyrir í borginni er eitt stórt knatthús en það var niðurstaða fundarins að þörf væri á einu til tveimur í viðbót.  Nálgast má skýrsluna hér.

knatthus

Páskalokun í íþróttamannvirkjum

Nú líður senn að páskum og er vakin athygli á því að skólaíþróttahúsin í Reykjavík verða lokuð frá og með dymbilviku og fram yfir páska eða frá 26.mars til 2.apríl. Einnig verður lokað á Sumardaginn fyrsta þann 19.apríl. Vortímabilið í íþróttahúsunum er til og með mánudeginum 30.apríl, eftir það loka húsin og opna ekki aftur fyrr en 1.september. 

Mánud. 26. mars   Lokað
Þriðjud. 27. mars   Lokað
Miðvikud. 28. mars   Lokað
Fimmtud. 29. mars   Lokað - Skírdagur
Föstud. 30. mars Lokað - Föstud. langi
Laugard. 31. mars Lokað
Sunnud. 1. apríl Lokað - Páskadagur
Mánud. 2. apríl Lokað - Annar í páskum
Þriðjud. 3. apríl Æfingar hefjast að nýju
Fimmtud. 19. apríl Lokað -  Sumard. fyrsti 

Gleðilega páska!

paskaungar

Styrkir - umsóknarfrestur til 15.mars

Senn líður að fyrri úthlutun ársins úr Verkefnasjóði ÍBR og Afrekssjóði ÍBR. Umsóknarfrestur fyrir báða sjóði er 15.mars næstkomandi. Reglugerðir sjóðanna og umsóknareyðublöð má finna hér á ibr.is undir liðnum styrkir.

Verkefnasjóður

Verkefnasjóður ÍBR er sjóður til styrktar útbreiðslu og átaksverkefnum í íþróttastarfi í Reykjavík.  Úthlutun skal sérstaklega taka mið af stefnu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga, stefnu ÍBR og ÍTR og jöfnum möguleika allra til íþróttaiðkunar.

Nánari upplýsingar veitir:
Anna Lilja Sigurðardóttir – This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Afrekssjóður

Markmið sjóðsins er m.a. að styrkja íþróttafólk sem hefur hæfileika og getu til að ná langt í sinni íþróttagrein og þjálfara til þátttöku í námskeiðum. Sjóðurinn mun styrkja verkefni sem tengjast afreksíþróttum svo sem æfingabúðir, námskeið og ferðir á mót erlendis.

Nánari upplýsingar veitir:
Kjartan Freyr Ásmundsson – This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ólympíufarar fá viðurkenningu

Reykjavíkurborg og Íþróttabandalag Reykjavíkur afhendu í dag fjórum reykvískum íþróttamönnum og fulltrúum þeirra viðurkenningu fyrir að hafa tryggt sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum og Vetrarólympíumót fatlaðra í PeyongChang í Suður-Kóreu. Viðurkenningin var 500.000 krónur á hvern íþróttamann.

Ólympíufarar úr reykvískum íþróttafélögum eru:
Freydís Halla Einarsdóttir, Glímufélaginu Ármanni, alpagreinar kvenna.
Sturla Snær Snorrason, Glímufélaginu Ármanni, alpagreinar karla.
Snorri Einarsson, Skíðagöngufélaginu Ulli, skíðaganga karla.
Hilmar Snær Örvarsson, Knattspyrnufélaginu Víkingi, alpagreinar karla.

Það var formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur sem afhendi viðurkenningarnar fyrir hönd ÍBR og Reykjavíkurborgar. Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendinguna. Frá vinstri Hilmar Snær Örvarsson, keppandi á Vetrarólympíumóti fatlaðra, Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, Tryggvi Þór Einarsson, fulltrúi skíðadeildar Ármanns, og Hugrún Hannesdóttir, formaður Skíðagöngufélagsins Ullar.

olympiufarar vidurkenning 2018

Íþróttahátíð í Reykjavík

Íþróttahátíðin WOW Reykjavik International Games fer fram dagana 25.janúar til 4.febrúar næstkomandi. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur í samvinnu við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélög í Reykjavík sem hefur veg og vanda að skipulagningunni. Keppt verður í 17 íþróttagreinum þar sem reiknað er með þátttöku á sjötta hundrað erlendra gesta ásamt flestu af besta íþróttafólki okkar Íslendinga. Keppnin fer að mestu fram í Laugardalnum og nágrenni hans en einnig í Egilshöll, á Skólavörðustíg og víðar.

Íþróttagreinarnar sem keppt er í á leikunum eru mjög fjölbreyttar og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Íþróttagreinarnar eru áhaldafimleikar, badminton, borðtennis, bogfimi, dans, frjálsíþróttir, hjólreiðar, júdó, karate, keila, kraftlyftingar, listhlaup á skautum, ólympískar lyftingar, skotfimi, skylmingar, skvass og sund.

Keppnisdagskráin skiptist niður á tvær helgar og verða glæsilegar lokahátíðir í Laugardalshöllinni báða sunnudagana. Einnig er ráðstefna um snemmbæra afreksþjálfun barna sem fram fer í Háskólanum í Reykjavik á fimmtudag hluti af dagskránni. Miðasala á alla viðburði er hafin á midi.is.

Almenningi gefst ekki aðeins kostur á að vera áhorfendur á leikunum því hluti af þeim er WOW Northern Lights Run þar sem allir geta tekið þátt. Um er að ræða skemmtiskokk um miðbæ Reykjavíkur þar sem þátttakendur hlaupa með upplýstan varning og eru hluti af glæsilegri ljósasýningu. Hlaupið sem er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavik hefst við Hörpu, fer hjá Hallgrímskirkju, í gegnum Ráðhús Reykjavíkur, og endar svo í Listasafni Reykjavíkur. Nánari upplýsingar má finna á http://nordurljosahlaup.is/

rig18 allar greinar

Yfirlýsing frá ÍBR

metoo

Stjórn og starfsfólk Íþróttabandalags Reykjavíkur hittist á fundi í gær, 17. janúar 2018, þar sem ákveðið var að mynda aðgerðahóp til þess að bregðast strax við þeim frásögnum íþróttakvenna sem komið hafa fram að undanförnu um kynbundið ofbeldi, einelti, kynferðislegt ofbeldi og áreiti í tengslum við íþróttastarf.

Aðgangur borgarbúa, sérstaklega barna og unglinga, að íþróttastarfi er mikilvægur þáttur í daglegu lífi hverrar fjölskyldu. Því er nauðsynlegt að öryggi allra verði tryggt í því starfi sem þar er unnið. Það er óásættanlegt að einstaklingar sem taka þátt í íþróttastarfi verði fyrir hvers konar áreitni og ofbeldi og upplifi óöryggi í tengslum við þátttöku sína. ÍBR vill skapa öruggar aðstæður þátttakenda í íþróttastarfi.

ÍBR hefur unnið með íþróttafélögum í Reykjavík á undanförnum árum að því að koma í veg fyrir og uppræta hvers kyns áreitni eða ofbeldi innan félaganna. Mótaðar hafa verið reglur og ferlar með íþróttafélögunum til þess að auka líkur á réttum viðbrögðum. Í ljósi þeirra frásagna sem komið hafa fram að undanförnu um kynbundið ofbeldi, einelti, kynferðislegt ofbeldi og áreiti innan íþróttahreyfingarinnar er þó ljóst að gera þarf enn betur og grípa strax til aðgerða.

Continue Reading

Afreksþjálfun barna - Ráðstefna 25.janúar

Ráðstefna f

Í tengslum við WOW Reykjavik International Games 2018 standa Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir ráðstefnu um snemmbæra afreksþjálfun barna í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Ráðstefnan fer fram fimmtudaginn 25.janúar í Háskólanum í Reykjavík, stofu V101, og hefst kl.17:00. Ráðstefnustjóri verður Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR. Skráning fer fram hér á vef ÍSÍ en aðgangur er ókeypis.

Continue Reading

Gleðilega hátíð

jolakort7

Stjórn og starfsfólk Íþróttabandalags Reykjavíkur sendir aðildarfélögum sínum og samstarfsaðilum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.

Takk fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.

Íþróttafólk Reykjavíkur 2017

ithrottafolk rvk 2017Tilkynnt var um val á Íþróttafólki Reykjavíkur í dag. Af því tilefni bauð borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, til móttöku í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Allt frá árinu 1979 hefur stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur valið Íþróttamann Reykjavíkur og var þetta því í 39. sinn sem hátíðin fór fram. Í ár voru í fimmta sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur auk þess sem að Íþróttalið ársins í Reykjavík var valið.

Íþróttakarl Reykjavíkur 2017 er körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson úr Knattspyrnufélagi Reykjavíkur. Jón Arnór var besti leikmaður körfuknattleiksliðs KR á árinu þegar hann leiddi liðið bæði til Íslands,- og bikarmeistaratitils. Jón Arnór leiddi einnig íslenska landsliðið á Eurobasket í Finnlandi en þess má geta að Jón Arnór hefur 12x verið útnefndur körfuknattleiksmaður ársins af KKÍ, oftar en nokkur annar.

Íþróttakona Reykjavíkur 2017 er kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Ólafía Þórunn keppti á þremur s.k. risamótum á LPGA mótaröðinni á árinu. Hún hefur tryggt sér áframhaldandi keppnisrétt á mótaröðinni með því meðal annars að hafna í 4. sæti á Indy Women mótinu. Þetta er annað árið í röð sem Ólafía Þórunn er valin Íþróttakona Reykjavíkur.

Íþróttalið Reykjavíkur 2017 er lið Vals í handknattleik karla sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari á árinu.

Ellefu einstaklingar og sextán lið frá þrettán félögum voru verðlaunuð fyrir frábæran árangur á árinu 2017 í dag. Íþróttafólkið og íþróttafélögin sem að liðunum standa fengu bæði áletraða verðlaunagripi og peningastyrk í verðlaun en heildarupphæð styrkjanna var 6.250.000 krónur. Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur veittu styrkina.

Continue Reading

Íþróttahúsin opna 4.september

Íþróttabandalag Reykjavíkur sér um leigu á skólaíþróttahúsum í Reykjavík til almennings og íþróttafélaga. Mánudaginn 4.september opna húsin aftur eftir sumarfrí.

Fulltrúar allra hópa sem eiga fastan tíma í vetur eiga að vera búnir að fá staðfestingu á sínum tímum með tölvupósti. Vinsamlega hafið samband við Stein Halldórsson í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 535 3707 ef eitthvað er óljóst varðandi tímana.

Hér verður hægt að finna lista yfir lausa tíma ef einhverjir eru.

fotbolti

 

 

Góður árangur í Litháen

Alþjóðaleikar ungmenna fóru fram í Kaunas í Litháen um helgina. Átján reykvísk ungmenni tóku þátt í júdó, sundi og knattspyrnu stúlkna og stóðu sig vel. Hópurinn kom heim með gull í knattspyrnu og silfur í júdó.

Knattspyrnulið stúlkna sigraði mótið með glæsibrag. Stelpurnar lögðu Szombathely frá Ungverjalandi 3-1 í úrslitaleiknum og Jerúsalem 7-0 í undanúrslitum. Í riðlakeppninni sigruðu þær Kaunas frá Litháen 7-1, Szombathely frá Ungverjalandi 5-0 og Ranana frá Ísrael 8-0.

Bestu árangri reykvísku júdókeppendanna náði Aleksandrra Lis. Hún vann til silfurverðlauna í -70 kg flokki.

Sundfólkið stóð sig líka vel og voru flestir að bæta sína bestu tíma. Bestu úrslit hópsins var 10.sæti í 4x 100m skriðsundi blandaðra sveita á tímanum 4.12.93.

Lista yfir þátttakendur í liði Reykjavíkur má finna hér

Alþjóðaleikar ungmenna (International Children´s games) hafa verið haldnir um víða veröld í um 40 ár. Leikarnir eru keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum fyrir ungmenni á aldrinum 12-15 ára. Samtökin sem standa að þessum leikum hafa verið viðurkennd af Alþjóða Ólympíunefndinni frá 1990. Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur með stuðningi frá Reykjavíkurborg sent þátttakendur á leikana frá árinu 2001 og var Reykjavík í hlutverki gestgjafa árið 2007.

Heimasíða leikanna með nánari upplýsingum er icg2017.kaunas.lt

fotbolti verdlaun3 2017

 

 

Alþjóðaleikar í Litháen

Alþjóðaleikar ungmenna (International Children´s games) hafa verið haldnir um víða veröld í um 40 ár. Leikarnir eru keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum fyrir ungmenni á aldrinum 12-15 ára. Samtökin sem standa að þessum leikum hafa verið viðurkennd af Alþjóða Ólympíunefndinni frá 1990. ÍBR hefur með stuðningi frá Reykjavíkurborg sent þátttakendur á leikana frá árinu 2001.

Í ár fara leikarnir fram í Kaunas í Litháen. Lið Reykjavíkur tekur þátt í júdó, sundi og knattspyrnu stúlkna og eru þátttakendur eftirfarandi.

Judó    
Aleksandra Lis ÍR  
Karen Guðmundsdóttir  ÍR  
Hákon Garðarsson Júdófélag Rvk.  
Kjartan Hreiðarsson Júdófélag Rvk.  
     
Knattspyrna stúlkna    
Arna Eiríksdóttir Víkingur  
Hildur Sigurbergsdóttir Víkingur  
Daðey Ásta Hálfdánardóttir Valur  
Halldóra Sif Einarsdóttir Fram  
Ída Marín Hermannsdóttir Fylkir  
Kristín Erla Ó Johnson KR  
Margrét Edda Lian Bjarnadóttir  KR  
Ragna Guðrún Guðmundsdóttir     Valur  
     
Sund    
Halldór Björn Kristinsson Sundfélagið Ægir  
Logi Freyr Arnarson KR  
Tómas Magnússon KR  
Vikar Máni Þórsson Fjölni  
Fanney Lind Jóhannsdóttir Sundfélagið Ægir  
Svava Þóra Árnadóttir KR  
     
Þjálfarar    
Gísli Fannar Vilborgarson Júdó  
Bojana Kristín Besic Knattspyrna  
Berglind Bárðardóttir Sund  
     
Fararstjóri    
Steinn Halldórsson    

Reykvíski hópurinn heldur til Litháen þriðjudaginn 4.júlí og kemur til baka sunnudaginn 9.júlí. Fregnir af gengi hópsins verða fluttar á Facebook síðu ÍBR daglega og samantekt hér á ibr.is í mótslok.

Heimasíða leikanna er icg2017.kaunas.lt

 

kaunas2017

Góður árangur á Grunnskólamóti höfuðborga Norðurlandanna

Keppni á Grunnskólamóti höfuðborga Norðurlandanna sem hófst í Osló á mánudag lauk seinnipartinn í dag. Frá Reykjavík tóku þátt 41 ungmenni á aldrinum 13-14 ára í knattspyrnu drengja, handknattleik stúlkna og frjálsíþróttum drengja og stúlkna. Mjög góður árangur náðist á mótinu, meðal annars sigur í knattspyrnu drengja og sigur og Íslandsmet í hástökki drengja.

Í frjálsíþróttakeppninni átti Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni og Hlíðaskóla besta afrek mótsins. Hann stökk 1,91 m sem er Íslandsmet pilta 14 ára og yngri og nýtt mótsmet. Kristján Viggó bætti mótsmetið sem sett var í fyrra um 9 cm og 40 ára gamalt Íslandsmet Stefáns Þórs Stefánssonar úr ÍR um 1 cm. Kristján bætti auk þess persónulegt met sitt sem var 188 cm um 3 cm og var reyndar líka nálægt því að fara yfir 193 cm. Kristján Viggó náði einnig góðum árangri í langstökki, stökk 5,96 metra, og lenti í 3.sæti.

Í reykvíska frjálsíþróttaliðinu eru átta piltar og átta stúlkur. Hópurinn fann sig greinilega vel í sólinni í Osló því 54 persónuleg met litu dagsins ljós í keppninni að afrekum Kristjáns Viggó meðtöldum. Þá náðu tveir aðrir piltar 3.sæti í sínum greinum. Daníel Atli Matthíasson Zaiser, ÍR og Ölduselsskóla, varð í 3.sæti í kúluvarpi með kast uppá 11,16 metra og Björn Þór Gunnlaugsson, Ármanni og Laugalækjarskóla, var í 3.sæti í 800 m hlaupi á tímanum 2.11,0.

Reykjavíkurúrvalið í knattspyrnu drengja vann knattspyrnumótið. Þeir sigruðu lið Helsinki 9-1, lið Osló 4-0 og lið Kaupmannahafnar 5-1. Þeir töpuðu naumlega fyrir liði Stokkhólms 1-0 en þar sem Stokkhólmur tapaði fyrir Kaupamannahöfn og var auk þess með eitt jafntefli sigraði reykvíska liðið mótið. Ívan Óli Santos, ÍR og Breiðholtsskóla, skoraði flest mörk Reykvíkinga eða 7 talsins og Andi Morina, Leikni og Hólabrekkuskóla, næstflest eða 3 talsins.

Reykjavíkurúrvalið í handknattleik stúlkna lenti í 4.sæti á mótinu. Þær sigruðu lið Helsinki en töpuðu fyrir Osló, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Þrátt fyrir töpin þrjú stóðu reykvísku stúlkurnar sig mjög vel og börðust eins og ljón þrátt fyrir að vera komnar undir í leikjunum. Atkvæðamestar reykvísku stúlknanna voru Aníta Rut Sigurðardóttir, ÍR og Breiðholtsskóla, sem skoraði samtals 16 mörk á mótinu og Elín Kristjánsdóttir, ÍA og Breiðholtsskóla, sem skoraði 12 mörk.

Reykvíski hópurinn kemur heim frá Osló á morgun föstudaginn 2.júní. 

knattspyrnulidid litil

Reykjavíkurúrvalið í knattspyrnu 14 ára drengja